
Bakvið árangursríkar netverslanir síðan 2012
Með yfir áratug af reynslu í að byggja upp, skala og markaðssetja fyrirtæki á netinu, bæði fyrir mig og aðra.

Ég hjálpa fyrirtækjum að vaxa hraðar á netinu
Ég hef eytt síðasta áratug (og meira til) í að prófa hvað virkar í stafrænum viðskiptum, og nú nota ég þá þekkingu til að hjálpa öðrum að ná árangri.
Sérfræðiþekking byggð á alvöru reynslu
Eftir að hafa unnið á hörðum alþjóðlegum markaði sé ég skýrt hvar íslensk fyrirtæki geta gert miklu betur á netinu. Hvort sem það er betri leitarvélabestun, betri vefsíður, öflugri auglýsingaherferðir eða markvissari söluferlar.

Ég heiti Snæþór Guðjónsson og frá 2012 hef ég byggt upp og skalað netverslanir sem selja á hörðum alþjóðamarkaði.
Ég stofnaði og byggði upp samfélagsmiðla síður með yfir milljón fylgjendur og bloggsíður sem hafa safnað yfir 100 milljón heimsóknum.
Stofnaði fæðubótarefna vörumerki sem framleiddi undir sínum eigin merkjum. Kom því á markað, skalaði upp og seldi svo til fjárfesta.
Ég veit hvað virkar í raunveruleikanum, því ég hef prófað það sjálfur.
Mbl.is fjölluðu meðal annars um eitt af mínum verkefnum á sínum tíma.
Markviss stafræn stefna skiptir öllu
Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að vera með skýra og framúrskarandi stafræna stefnu. Markaðurinn breytist hratt og þeir sem aðlagast síðast, tapa. Ef þú ert tilbúinn að taka næsta skref, þá er ég tilbúinn að hjálpa.