Raunveruleg verkefni. Raunverulegur árangur.
Skoðaðu hvernig mismunandi fyrirtæki fóru úr óvissu yfir í vöxt með réttri stafrænu stefnu.
Viðskiptavinir af öllum stærðum og gerðum
Hvort sem þú ert að byrja eða vilt skala upp þá höfum við hjálpað fyrirtækjum á öllum stigum að vaxa með markvissum aðgerðum.
Feed the Viking
„Eftir að Marrland tók við seldum við meira á einum mánuði en allt síðasta ár í vefversluninni“
Með skýrri stefnu, betra útliti og sjálfvirkum herferðum tókum við netverslun Feed the Viking sem hafði verið vanrækt og breyttum henni í sjálfvirka söluvél sem er nú auka tekjulind fyrir öflugt fyrirtæki. Við endurhönnuðum vefinn með betri fókus á sölu, settum upp sjálfvirk póstlista sölukerfi og árangursdrifnari META auglýsingar.
hluthafinn.is
Fjöldi lesenda tvöfaldaðist eftir markaðssetningu frá Marrland
Við tókum að okkur að hjálpa Hluthafinn.is að stækka áskrifendahópinn sinn. Með markvissum og árangursdrifnum Facebook auglýsingum sóttum við inn nýja áskrifendur á póstlistann, sem síðan voru leiddir áfram með sjálfvirkum póstflæðium sem kynntu efnið og byggðu upp traust. Þessi heildstæða nálgun, auglýsingar, póstlistar og skýr eftirfylgni, skilaði sér í því að lesendahópurinn tvöfaldaðist á stuttum tíma.
HAFKALK.IS
Söludrifin vefverslun, póstlista sölukerfi og Meta auglýsingar
Við tókum að okkur að endurhanna vefverslunina Hafkalk.is með skýra áherslu á söluaukningu og notendavænni upplifun. Ný heimasíða var sett upp með hreinu útliti, skýrum vörulýsingum og trúverðugleika vörumerkisins í fyrirrúmi. Lagt var upp með söludrifna uppbyggingu þar sem viðskiptavinurinn fer auðveldlega frá upplýsingum yfir í kaup, með sterkar CTA-leiðir og einfaldara kaupferli. Þar að auki settum við upp sjálfvirk póstlista sölukerfi og árangursdrifnar Meta auglýsingar sem styðja við sölu og auka sýnileika vörumerkisins.
BÁTAMIÐLUN
Sjálfvirk póstlista markaðssetning og markvissar auglýsingar
Fyrir Bátamiðlun settum við upp sjálfvirk póstlista kerfi sem fylgja eftir áhugasömum notendum og breyta þeim í mögulega kaupendur. Við settum jafnframt upp auglýsingar til að fjölga skráðum aðilum á póstlistann. Með þessu tókst að byggja upp stöðugan farveg nýrra viðskiptavina og styrkja stöðu Bátamiðlunar sem leiðandi aðila á markaði fyrir bátasölu.
BARNABÚNINGUR
Söludrifin vefverslun og auglýsingaherferð
Eigandi Barnabuningur.is kom til okkar með það verkefni að setja upp vefverslun og árangursdrifnar auglýsingar á stuttum tíma, verkefnið tengdist 17.júní og hugmyndin kviknaði ekki svo löngu fyrir. Við settum upp söludrifna Shopify vefverslun á mettíma og sáum um auglýsingar yfir herferðina. Útkoman var gífurlega góður árangur og sterkt upphaf fyrir nýtt vörumerki sem er á góðum grunni fyrir áframhald.
ON POINT
Stílhrein vefsíða með skráningarformi fyrir fjarþjálfun
Fyrir On Point hönnuðum við stílhreina og fallega vefsíðu sem endurspeglar fagmennsku vörumerkisins. Vefurinn var settur upp með skráningarformi sem gerir væntanlegum viðskiptavinum auðvelt að skrá sig og hefja samstarf með fjarþjálfara.
solpallur.is
Stílhrein vefsíða og verkbeiðnaform fyrir smiði
Solpallur.is þurfti einfalda en stílhreina vefsíðu til að sýna fyrri smíðaverkefnin sín á faglegan hátt. Við settum einnig upp verkbeiðnaform sem gerir viðskiptavinum auðvelt að senda inn fyrirspurnir og óska eftir tilboðum.
Hafðu samband í dag
Er ekki kominn tími á að taka þitt fyrirtæki líka á næsta stig?