
Sjálfvirk email markaðssetning
Við byggjum og setjum upp sjálfvirk email-flæði sem hækka kauphlutfall, auka endurkomur og stækka meðalpöntun. Svo þú fáir meira út úr hverjum einasta viðskiptavini.

Kerfi sem skilar endurteknum tekjum
Með rétt stilltum email-flæðum færðu viðskiptavini til að kaupa oftar, meira og með minni fyrirhöfn af þinni hálfu.
Tekjur sem vaxa margfalt með hverjum nýjum viðskiptavini
Sjálfvirk email-markaðssetning gerir þér kleift að halda góðu sambandi við núverandi viðskiptavini og fær þá til að vilja versla aftur og aftur án mikillar fyrirhafnar eða aukins markaðskostnaðar.

Hvað hentar þínu fyrirtæki?
Ekki öll fyrirtæki eru eins og email-flæðin ættu ekki að vera það heldur. Við skoðum markmiðin þín, greinum viðskiptavininn þinn og byggjum upp kerfi sem passar fyrir þinn einstaka rekstur.
Reynsla sem byggir á árangri
Á bakvið hverja herferð er skýr stefna, gagnagreining og djúp þekking á hegðun netviðskiptavina.

Eitt sem aldrei breytist: Email skilar árangri.
Ég hef notað email markaðssetningu til að skala upp fjölda fyrirtækja í mismunandi greinum og með ólík markmið. Það eina sem hefur ekki breyst síðan 2012 er hversu ómetanlega mikilvæg hún er þegar kemur að stöðugum vexti og endurteknum sölum.
Næsta skref byrjar hér
Sendu mér línu og sjáum hvernig ég get hjálpað þér.
Algengar spurningar
Hvernig virkar sjálfvirka email kerfið sem þið setjið upp?
Hvernig virkar sjálfvirka email kerfið sem þið setjið upp?
Við byggjum upp 10 lykil email flæði, sem vinna fyrir þig á sjálfstýringu og tryggja að enginn viðskiptavinur gleymist. Þetta nær yfir allt frá velkomin-skeytum og tilboðspóstum til eftirfylgni, gleymdra kaupa og endurkomu viðskiptavina. Þú þarft ekki að gera neitt – kerfið sér um allt!
Hversu fljótt sé ég árangur?
Hversu fljótt sé ég árangur?
Flest fyrirtæki sjá aukina sölur og meiri endurkomu viðskiptavina innan nokkurra vikna eftir að við setjum upp kerfið. Þetta fer þó eftir núverandi stöðu fyrirtækisins þíns, stærð póstlistans og virkni viðskiptavinanna. Með fínstillingu tryggjum við að árangurinn verði bara betri og betri.
Er þetta virkilega peninganna virði?
Er þetta virkilega peninganna virði?
Ef þú ert ekki að nýta email markaðssetningu til fulls, þá ert þú að skilja eftir peninga á borðinu – á hverjum degi. Flest fyrirtæki fá þessa fjárfestingu til baka margfalt í formi meiri sölu, aukinnar endurkomu og hærra virði hvers viðskiptavinar.
Get ég breytt eða uppfært email ferlunum seinna?
Get ég breytt eða uppfært email ferlunum seinna?
Já! Við tryggjum að sjálfvirku ferlarnir séu lifandi kerfi sem hægt er að laga og bæta eftir þörfum. Ef þú ert í mánaðarlegu umsjónarpakkanum uppfærum við og fínstillum reglulega til að hámarka árangur.
Hvað ef ég vil bara fá ráðgjöf en ekki fulla þjónustu?
Hvað ef ég vil bara fá ráðgjöf en ekki fulla þjónustu?
Við bjóðum einnig upp á einstaka greiningu og ráðgjöf, þar sem við förum yfir email markaðssetninguna þína og gefum þér skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig þú getur bætt hana sjálf/ur. Hafðu samband fyrir sérsniðið tilboð. Hafa skal í huga að startgjaldið fyrir einstaka greiningu á email markaðssetningu er 250.000 kr + vsk, við það getur bæst tímagjald ef umfangið er mikið.